Verum til staðar fyrir þá sem eru að eiga erfitt. 

Verum góð við hvort annað! 

Hvað er einelti? 

Einelti er form ofbeldis sem aldrei er réttanlegt. Það á sér stað þegar einstaklingur verður fyrir endurteknu og langvarandi áreiti sem hann, hún eða það á erfitt með að verja eða standast gegn. Það er mikilvægt að hafa í huga hver sem er getur orðið fyrir einelti. Birtingarmyndir eineltis geta komið mismunandi fram, þær geta verið sýnilegar og duldar. Einelti getur falist í félagslegri einangrun þar sem einstaklingur er ekki að taka þátt í félagslegri samveru, tekur ekki þátt í leikjum, valin síðastur í lið eða fær ekki boð í afmæli. Það getur einnig verið augljósara, svo sem kemur fram í formi baktals, særandi orðbragðs, niðurlæginar, stolið verðmætum og jafnvel líkamlegar árásir. Í sumum tilvikum eru þolendur jafnvel neyddir til að gera eitthvað gegn vilja sínum. Einelti getur átt sér stað á allskonar stöðum, til dæmis innan skóla, íþróttahópa, á vinnustöðum eða í öðrum hópum. Stundum er það augljóst fyrir alla og oft er það falið og því erfitt að greina. Algent er að aðrir í hópnum horfir á án þess að grípa inn í, annað hvort af ótta eða vegna þess að þeir gera sér ekki grein fyrir alvarleika aðstæðnanna. Í skólum starfa oft eineltisteymi eða ráð sem taka á slíkum málum, en á vinnustöðum eru slík úrræði sjaldgæf.

Afleiðingar eineltis 

Þeir sem beita öðrum einelti finna líka fyrir afleiðingum í framtíðinni og er mikilvægt að grípa inn í og stöðva sá hegðun. Þeir sem beita einelti gera þess oftast vegna eigin hræðslu og vanlíða.

Forvarnir gegn einelti 

Í hverjum grunnskólum ætti að starfa teymi sem ber ábyrgð á aldurshæfri fræðslu um kynbundið og kynferðislegt ofbeldi/áreitni. Teymið styður starfsfólk með ráðgjöf, fræðslur og þjálfun, og vinnur að samhæfðum viðbrögðum þegar grunur vaknar um einhverja slíka háttsemi.

Tegundir einelta 

Einelti getur komið fram eins og stríðni á milli vina. En stríðni verður að einelti ef það er veldur vanlíða fyrir einn aðila og er sí endurtekið.

Algengi eineltis 

Í Íslensku æskulýðsrannsókninni 2022 sögðust um 20% nemenda í 6, 8. og 10. bekk hafa orðið fyrir einelti í skólanum síðustu tvo mánuði. Um 6–10% sögðust hafa lent í einelti tvisvar eða oftar. Um 12% sögðust hafa beitt aðra einelti.

Orsakir og ástæður 

Hver og einn getur orðið fyrir einelti, en því miður eru sumir líklegri til þess að verða fyrir einelti en aðrir. Oft er það vegna þess að sá krakkar standa út frá „norminu“. Það getur verið  vegna kynþáttar, trúarbragða, kynhneigð, fötlun, þyngd, hæð og útliti. Allt þetta myndar mismun á milli tveggja eða fleiri barna. (þó réttlættir það ekki einelti)

Úrræði og inngrip

Fyrst og fremst ættu skólar að grípa inn í ef einelti á sér stað innan árgangs eða bekkjar. Tala við foreldri um hvað sé að eiga sér stað innan hópsins, svo ef þess þarf þá er kallað til fagaðila.